VELDU ÆFINGAPLAN SEM HENTAR ÞÉR!

STYRKUR

Hægt að velja 4, 8 eða 12 vikur og miðast æfingar við 3x í viku.

Þetta æfingaplan er byggt á mikilli reynslu af kraftlyftingum og kann Helga mjög vel að byggja upp styrk með skjótum hætti sem virkar! Í þessu prógrammi er farið í allar helstu lyftur þar sem viðkomandi þarf að geta haft aðgang að stöngum, lóðaplötum, handlóðum og öllu þess háttar sem þarf að lyfta upp! Það er unnið með krefjandi þyngdir og fáar endurtekningar sem pumpa ekki upp vöðvana heldur gera þá sterkari. Hentugt fyrir fólk sem vilja ekki endilega stækka vöðvana of mikið en verða samt sem áður mun sterkari.

ÚTHALD

Hægt að velja 4, 8 eða 12 vikur og miðast æfingar við 3x í viku.

Þetta æfingaplan inniheldur mikið af æfingum með eigin líkamsþyngd, einhverjum lóðum, ketilbjöllum og aukahlutum. Viðkomandi þyrfti að hafa aðgang að líkamsrækt og geta notað öll úthaldstæki sem þar eru í boði eins og hlaupabretti, róðravél, hjól og þess háttar. Unnið er með lotur og og tímastilltar æfingar, interval æfingar sem auka þol og brenna fitu. Að auki eykst styrkur og vöðvar eru fljótir að taka við sér. Skemmtilegt og fjölbreytt prógram í anda crossfit kerfis sem allir ættu að geta gert á sínum forsendum.

STYRKUR OG ÚTHALD

Hægt að velja 4, 8 eða 12 vikur og miðast æfingar við 3x í viku.

Þetta æfingaplan sameinar svolítið hin tvö, þar sem við byggjum upp styrkinn með krefjandi þyngdum sem henta hverjum og einum og endum svo alltaf á úthaldsæfingu sem er cardio sprengja í lokin á hverri æfingu.. Þetta hentar öllum sem hafa gaman af því að lyfta þungu en vilja líka svitna vel og reyna hressilega á þolið. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt prógram þannig að engum ætti að leiðast hér og árangurinn mun ekki láta á sér standa.

HIIT HEIMA

Hægt að velja 4, 8 eða 12 vikur og miðast æfingar við 3x í viku.

Þetta æfingaplan er sniðið að fólki sem hefur lítinn tíma og hér þarf ekki aðgang að tækjasal. Hér eru allar æfingar að mestu leyti eigin líkamsþyngd og taka ekki meira en 40 mínútur. Hér er mikil ákefð í lotum, tímastillt í styttri og lengri tíma svo að viðkomandi mun vissulega svitna vel og taka mjög vel á því. Eykur úthald og styrkir alla vöðvahópana.