Skilmálar
Helgafit.is er heimasíða þar sem Helga hjálpar fólki að ná sínum persónulegu markmiðum í heilsueflingu. Helga Guðmundsdóttir er reyndur þjálfari til margra ára sem hefur hannað mismunandi æfingakerfi sem ættu að henta flestum, sama í hvernig formi viðkomandi er í. Öllum fyrirspurnum verður svarað, hægt er að panta æfingaplön á vefnum, sem og að bóka tíma hjá Helgu í einkaþjálfun. Best er að hafa samband beint við hana varðandi tímabókun með því að senda tölvupóst á [email protected]
Verð
Vinsamlegast athugaðu að öll verð á vefsíðu geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
Greiðslumöguleikar
Boðið er upp á að greiða með millifærslu eða reiðufé.
Endurgreiðsluréttur
Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu á æfingaplönum sem hafa verið pöntuð og greidd að fullu.
Höfundaréttur og vörumerki
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni helgafit.is eru eign Helgu og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Helgu.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Hafa samband
Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 659 9599 ef einhverjar spurningar vakna.