Um mig

Ég er með margra ára reynslu af þjálfun, bæði sem einkaþjálfari og af hóptímum. Ég hef stundað íþróttir allt mitt líf og prófað margt og komist langt í því sem ég hef lagt mér fyrir hendur. Ég hefur td. stundað hlaup og hlaupið og keppt í öllum helstu vegalengdum og var á sínum tíma á lista yfir 20 bestu hlaupara landsins í öllum vegalengdum. (5km, 10km, 21km og 42km ásamt Laugaveginum).

Eftir hlaupin fór ég að stunda CrossFit og hef síðustu 9 ár rekið CrossFit stöð í Hafnarfirði og þjálfað þar og keppti m.a. 3x á Evrópumóti í CrossFit. Tók mér 2ja ára pásu frá CrossFit æfingum og stundaði einungis lyftingar og fór að keppa í Kraftlyftingum þar sem ég varð Íslandsmeistari í opnum flokk árin 2015 og 2016, bæði í klassískum kraftlyftingum og búnaðar lyftingum. Setti fjölmörg íslandsmet í öllum greinunum í sínum þyngdarflokk í bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu. Vann einnig bronsverðlaun í bekkpressu á EM í kraftlyftingum og keppti að auki tvisvar sinnum á Heimsmeistaramóti í Kraftlyftingum með góðum árangri.

Ég hefur mikla ánægju af því að hjálpa fólki að ná sínum markmiðum og hef undanfarin ár boðið uppá æfingaplön fyrir þá sem ekki komast til mín á æfingar. Í boði eru 4 mismunandi grunn æfingaplön sem ættu að henta öllum sem vilja sjá og finna árangur og halda sér í góðu formi með skemmtilegum æfingum. Innifalið í öllum prógrömmunum er eftirfylgni, regluleg samskipti við mig og næringarráðgjöf. Einnig er hægt að bæta við fundi með mér með markmiðaáætlun, stöðumat á miðju tímabili eða hvenær sem á meðan á þjálfun stendur. Fundur tekur ca 40 mín.

Ég tek líka að mér fólk í einkaþjálfun og hægt er að hafa samband hérna á síðunni. Hver tími í einkaþjálfun miðast við 55-60 mínútur.

Styrkur!
Þetta æfingaplan er byggt á mikilli reynslu af kraftlyftingum og hef ég mikla reynslu að byggja upp styrk með skjótum hætti sem virkar! Í þessu prógrammi er farið í allar helstu lyftur þar sem viðkomandi þarf að geta haft aðgang að stöngum, lóðaplötum, handlóðum og öllu þess háttar sem þarf að lyfta upp! Það er unnið með krefjandi þyngdir og fáar endurtekningar sem pumpa ekki upp vöðvana heldur gera þá sterkari. Hentugt fyrir fólk sem vilja ekki endilega stækka vöðvana of mikið en verða samt sem áður mun sterkari. Æfingar miðast við 3x í viku.

8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir einn 55.000 kr. 
8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir tvo saman 45.000 kr á mann.
8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir 3 saman 35.000 kr á mann.
8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir 4 saman 25.000 kr á mann.
Innifalið er að fá æfingaprógram fyrir 2 auka daga í viku ef keypt er 8 skipti með þjálfara á mánuði.