EINKAÞJÁLFUN

Helga Guðmundsdóttir
Sími: 659 9599
[email protected]

Fyrir þá sem vilja æfa með þjálfara í stöðinni og fá persónulega þjónustu. Mismunandi pakkar eftir því hve mikinn tíma viðkomandi aðilar hafa og hvað hentar. Allir einkaþjálfunarpakkarnir eru eins fyrir utan fjölda skipta per viku sem mætt er með þjálfara. Ég þjálfa fólk í WorldClass á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hver tími er um 60 mínútur. Best er að hafa samband með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í mig í síma 659-9599.

Er einkaþjálfun eitthvað fyrir þig?

  • Þú færð sérsniðna æfingaáætlun sem hentar þínum markmiðum
  • Þú lærir rétta líkamsbeitingu og tækni sem minnkar líkur á meiðslum
  • Þú ert með eftirlit, hvatningu og aðhald sem minnkar líkur á uppgjöf
  • Þú ert líklegri til þess að halda þér við efnið, mæta á æfingu þar sem þú ert búinn að bóka tíma með þjálfaranum
  • Þú færð fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem koma í veg fyrir leiða og tryggja þannig árangur og framþróun.
  • Fjárfesting í sjálfum sér er aldrei slæm fjárfesting

Innifalið í einkaþjálfun:

  1. Þjálfun með þjálfara
  2. Æfingaprógram 3-4x í viku sem er sérsniðið fyrir hvern og einn
  3. Matarplan (ef áhugi er á því)
  4. App og vefsvæði með æfingarprógrammi, matarplani, skráningu á æfingum, árangri o.fl. til þess að fylgjast með árangri og framvindu
  5. Utanumhald, samskipti og eftirfylgni þjálfara

Einkaþjálfun 1 (Verð 90.000 kr. á mánuði)

Mæting með þjálfara 2x í viku

Einkaþjálfun 2 (Verð 60.000 kr. á mánuði)

Mæting með þjálfara 1x í viku

Einkaþjálfun 3 (Verð 40.000 kr. á mánuði)

Mæting með þjálfara  2x í mánuði

Annað

Einstakir tímar í einkaþjálfun, stöðufundir og markmiðasetning (12.000 krónur á klukkustund)

Fleiri en einn saman í einkaþjálfun

8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir tvo saman 60.000. kr á mann (7.500 kr. / skipti)
8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir 3 saman 50.000 kr. á mann (6.250 kr. / skipti)
8 skipti með mér (1 mánuður 2x í viku) fyrir 4 saman 40.000 kr. á mann (5.000 kr. / skipti)

12 skipti fyrir 2 saman í einkaþjálfun (1 mánuður, 3x í viku eða 2x í viku í 6 vikur) 80.000 kr á mann (6.700 kr. / skipti)
12 skipti fyrir 3 saman í einkaþjálfun (1 mánuður, 3x í viku eða 2x í viku í 6 vikur) 68.000 kr á mann. (5.700 kr. / skipti)

Hægt er að dreifa fjölda skipta yfir annað tímabil ef það hentar viðkomandi betur